VALMYND ×

Listaverk hjá 1.bekk

Í dag var spaðahópurinn í 1. bekk í myndmennt. Verkefni dagsins var að vinna með heita og kalda liti auk þess sem nemendur fengu að horfa á myndband með verkum Wassily Kandinsky. Nemendur fengu svo að spreyta sig á myndverkagerð í hans anda. Kandinsky var rússneskur listmálari og er talinn vera einn af merkustu listamönnum 20. aldarinnar. Hann er m.a. þekktur fyrir að vera frumkvöðull í abstraktlist.

Eitt af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla í sjónlistum er einmitt að kynna verk listamanna og leyfa nemendum að skapa sín eigin verk út frá kveikju.

Deila