List fyrir alla
Í dag og í gær hafa nemendur í 8. og 9. bekk tekið þátt í listasmiðjum á vegum verkefnisins List fyrir alla. Í smiðjunum unnu nemendur með líffjölbreytileikann á norðurslóðum og veðrið og veðurkerfi, undir leiðsögn Öldu Cartwright og Kristínar Bogadóttur.
Afrakstur smiðjanna verður sýndur í Edinborgarhúsinu í dag á milli kl. 15:00 og 18:00.
Deila