List fyrir alla
Í gær og fyrradag vorum við svo heppin að fá heimsókn frá dönsurunum Valgerði Rúnarsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur, á vegum verkefnisins List fyrir alla, í boði Dansgarðsins sem eru samtök um danskennslu og dansfræðslu.
Þær stöllur gerðu loftið að viðfangsefni sínu þar sem kannaðir voru alls kyns hreyfimöguleikar líkamans og hvernig hann tengist rýminu, ryþma og tónlist. Þær náðu vel til nemenda og fengu þá til þess að virkja sköpunarkraftinn í gegnum danslistina og veittu þeim góða innsýn í þá listgrein.
Deila