Lestrarvenjur barna kannaðar
Í mars síðastliðnum voru lagðar fyrir nemendur 5. -10. bekkjar nokkrar spurningar varðandi lestrarvenjur þeirra. Sambærilegar kannanir höfðu verið lagðar fyrir þennan aldurshóp þrisvar áður, þ.e. 1999, 2004 og 2009 svo að við höfum nokkuð gott yfirlit yfir þær breytingar sem hafa orðið á lestrarvenjum barna á þessum aldri síðustu 15 árin og einnig koma viðhorf þeirra til lesturs vel fram. Herdís Hübner, kennari við skólann, hefur haft veg og vanda að þessum könnunum og tekið saman niðurstöður.
Þótt ekki sé hægt að segja að niðurstöðurnar séu ánægjulegar, er vissulega fróðlegt að skoða þær og margt athyglisvert sem þar kemur fram.
Deila