Lestrarátak Ævars vísindamanns
Þann 1. janúar s.l. hófst lestrarátak Ævars Þórs Benediktssonar, leikara og rithöfundar. Síðustu ár hefur hann búið til mikið af barnaefni sem Ævar vísindamaður, í bókum, sjónvarpi og útvarpi. Í fyrra fór hann af stað með lestrarátak Ævars vísindamanns sem flestir skólar á landinu tóku þátt í. Árangurinn lét ekki á sér standa, en þegar allar tölur voru komnar í hús kom í ljós að í átakinu voru lesnar 60 þúsund bækur! Þetta þótti Ævari gríðarlega góður árangur og sá það sem skyldu sína að endurtaka leikinn nú í ár. Átakið stendur til 1. mars 2016 og er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk og gengur út á það að lesa sem flestar bækur á þessu tímabili.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins.
Deila