VALMYND ×

Lestrarátak Ævars snýr aftur

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, heldur áfram að stuðla að auknum lestri barna. Nú í upphafi árs hleypir hann af stokkunum þriðja lestrarátaki sínu sem hann heldur utan um. Lestrarátakinu lýkur 1. mars n.k. á því að dregnir verða út nokkrir þátttakendur sem verða persónur í næstu bók um bernskubrek Ævars vísindamanns.

Við hvetjum alla nemendur í 1. - 7. bekk að skrá sig til leiks og njóta lestursins.

Deila