Lestrarátak
Læsi er lykillinn að öllu námi og mjög mikilvægt að allir geti lesið sér til gagns. Til að hvetja nemendur enn frekar til lesturs hefur skólinn nú skráð sig til leiks í lestrarátak 1.-7. bekkjar, þar sem allir skólar á landinu geta tekið þátt og keppt um það hvaða skóli les mest. Lestrarátakið nefnist Svakalega lestrarkeppnin og fer fram á tímabilinu 15.september - 15.október 2025. Keppnin var haldin í þremur landshlutum í fyrra og fékk gríðarlega góðar viðtökur og gekk frábærlega. Tilgangurinn með keppninni er að hvetja sem flesta krakka til að lesa skemmtilegar bækur og sýna að öll börn geta verið flottar fyrirmyndir í lestri. Við vonumst til að foreldrar láti ekki sitt eftir liggja og verði duglegir að hvetja börn sín til lestrariðkunar og sýni átakinu þannig áhuga. Áfram GÍ!
Deila