Leiksýning fyrir 1. - 5. bekk
Í dag var nemendum 1. - 5. bekkjar boðið upp á leiksýningu í sal skólans. Þar var á ferðinni sjálfstæður leikhópur á aldrinum 8 - 14 ára frá Ingarö í Svíþjóð sem bauð nemendum upp í ferðalag um hinn stórkostlega sagnasjóð Astrid Lindgren, með söng dans og sýnishornum úr ýmsum verkum hennar. Meðal annarra mátti sjá Línu Langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur, Rasmus og fleiri.
Nemendur nutu sýningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn.
Deila