Leikjadagur, líf og kæti
Í dag var leikjadagur á yngsta stigi þar sem nemendur 1. - 4. bekkjar skunduðu á Torfnes og brugðu á leik. Farið var á fjórar stöðvar, þ.e. bandý, boltafjör, hlaupaleiki og hringleiki og aðstoðaði 10.bekkur við skipulagið. Veðrið var milt og gott og hitastigið jafnvel hærra en útlánsvextir - það er varla hægt að biðja um meira!
7.bekkur brá sér í Tungudal og gróðursetti birkiplöntur í samstarfi við Yrkjusjóð og Skógræktarfélag Ísafjarðar. Að því loknu bauð Golfklúbbur Ísafjarðar nemendum upp á pylsur og safa að eftir skemmtilegan tíma á æfingasvæðinu og púttsvæðinu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
8.bekkur naut einnig blíðviðrisins í dag. Hópurinn hjólaði út í Seljadal á Óshlíð, gekk upp dalinn og hjólaði svo til baka með bros á vör. Samtals var hjólað 15 km og fjallgangan tók 1,5 klst. Vel gert!
Á morgun er svo leikjadagur hjá 5. - 10. bekk á Torfnesi.
Deila