Leikjadagur á yngsta stigi
Í dag er leikjadagur hjá 1. - 4. bekk á Torfnesi þar sem íþróttakennarar hafa skipulagt hina ýmsu leiki. Nemendum er skipt í hópa sem fara í bandý, hlaupaleiki, hringleiki og boltafjör. Veðrið hefur leikið við okkur eins og sést á meðfylgjandi myndum og vonandi hafa allir skemmt sér sem best. Fjörinu lýkur um kl. 11:30 þegar allir koma til baka í hús.
Deila