VALMYND ×

Leikja- og íþróttadagur

Á morgun er leikjadagur hjá 1. - 4. bekk, þar sem nemendur fara á hinar ýmsu stöðvar hér á eyrinni í margvíslega leiki. Frístundin er á sínum stað og lýkur skóladegi á sama tíma og venjulega.

Á Torfnesi verður íþróttadagur hjá 5. - 9. bekk fram að hádegi þannig að nemendur gætu komið heim um hádegisbilið. Við vonum að veðrið verði sem best, en við höfum íþróttahúsið í bakhöndinni ef þörf krefur.

Deila