Landsmótið í skólaskák á Ísafirði
Landsmótið í skólaskák fór fram um helgina á Ísafirði. Landsmótið er keppni sterkustu ungmenna allra landshluta Íslands og er eitt af sögufrægustu skákmótum landsins. Mótið stóð yfir dagana 3. og 4. maí og teflt var í þremur aldurskiptum flokkum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Tólf keppendur eru í hverjum flokki og tefla allir við alla með atskákartímamörkum, 15+5.
Keppendur frá Grunnskólanum á Ísafirði voru 5 að þessu sinni og stóðu sig mjög vel.
Samúel Máni fékk 6 vinninga í yngsta flokki og hlaut landsbyggðarverðlaunin.
Pétur Ívar fékk 1 vinning í yngsta flokki.
Karma fékk 9.5 vinninga í miðflokki og hlaut verðlaun fyrir annað sæti.
Nirvaan fékk 6 vinninga í miðflokki og hlaut landsbyggðarverðlaunin.
Sigurjón Kári fékk 2 vinninga í elsta flokki.