Kynning frá Rannsóknum og greiningu
Í kvöld mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu koma til okkar og kynna fyrir foreldrum niðurstöður á rannsóknum á högum ungmenna hér fyrir vestan. Ungt fólk rannsóknarröðin nær yfir öll börn og ungmenni á Íslandi í 5.-10. bekkjum grunnskóla og eru um 4000 þátttakendur á ári hverju. Í könnuninni eru lagðar fyrir spurningar um fjölskylduaðstæður, stuðning foreldra og jafningja, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna, árangur í námi, félagslegar aðstæður og fleira.Það er mjög áhugavert fyrir alla foreldra að mæta á kynninguna, því oft skapast mjög góðar umræður meðal foreldra um þessi mál. Það eru t.d. blikur á lofti varðandi aukna vímuefnaneyslu unglinga og þurfum við að taka höndum saman áður en hún verður meiri. Kynningin verður í sal GÍ í kvöld kl. 20:00.
Deila