Kveðjusamsæti starfsmanna
Í dag var haldið kveðjusamsæti fyrir tvo af starfsmönnum Grunnskólans á Ísafirði sem láta nú af störfum vegna aldurs. Það eru þau Hermann Alfreð Hákonarson húsvörður og Herdís Magnea Hübner, kennar. Hermann hefur starfað við skólann í 13 ár og Herdís í rúm 40 ár, þannig að það er mikil reynsla og þekking sem hverfur á braut með þeim. Við þökkum þeim báðum fyrir frábært samstarf og óskum þeim alls hins besta.
Deila