Krakkar út kátir hoppa..
Náttúru- og umhverfisvitundin er í hámarki þessa dagana og má sjá nemendur skólans út um víðan völl. Verkefnin er fjölbreytt og skemmtileg og ekki skemmir veðrið fyrir.
Í dag voru vinabekkirnir í 1. og 8. bekk saman úti að leika sér, 2. bekkur fór í fjöruferð, 3. bekkur í gönguferð, 4. bekkur las í skóginn í útinámi og 9. bekkur fór í hjólaferð út í Hnífsdal.
Á morgun er svo síðasti formlegi skóladagur skólaársins, starfsdagur á miðvikudaginn og skólaslit á fimmtudag.
Deila