VALMYND ×

Kómedíuleikhúsið í heimsókn

1 af 2

Í gær og dag var Kómedíuleikhúsið á ferðinni hjá okkur og bauð 7 árgöngum upp á leiksýningar. 1. - 4. bekkur fékk að sjá brúðu- og grímusýninguna um Iðunni og eplin, þar sem varðmaður goðanna, Heimdallur, er mættur til jarðar til að segja frá hinum norrænu goðum og lífi þeirra í Valhöll.

Í morgun bauð leikhúsið svo 8. - 10. bekk upp á söguna um Gísla Súrsson og fjölskyldu hans sem tók landi í Haukadal í Dýrafirði, en sagan er einmitt lesin í 10. bekk í vetur. Þess má geta að leikritið hefur verið sýnt rúmlega 300 sinnum, bæði hér heima og erlendis. 

Deila