Kökugerð
Síðustu tvær vikur hafa unglingar í heimilisfræðivali unnið við kökugerð. Í fyrri vikunni bökuðu þau svamptertubotna og bjuggu til sykurmassa. Í vikunni sem er að líða var kakan síðan sett saman og skreytt. Að sögn Guðlaugar Jónsdóttur heimilisfræðikennara voru nemendur mjög áhugasamir og lögðu flestir heilmikla vinnu og metnað í verkið.
Þótt oftast sé hollusta og heilbrigði í forgrunni í heimilisfræðinni er nauðsynlegt að gleðja stundum munn og maga - ekki spillir ef óhollustan gleður augað um leið.
Deila