VALMYND ×

Klæðumst bleiku á morgun

Sú sorg sem hefur verið í samfélaginu hefur ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur. Ung stúlka var tekin frá fjölskyldu og vinum í blóma lífsins. Á morgun fer útför hennar fram og við hérna í skólanum viljum minnast hennar með því að klæðast bleiku. Það eiga margir um sárt að binda, fjölskyldur þolenda og ekki síður fjölskylda geranda. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og á stundum sem þessum þá er mikilvægt að hlúa að þeim sem standa manni næst en einnig að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort að við getum hjálpað á einhvern hátt innan okkar samfélags eða á öðrum stöðum. 

Deila