VALMYND ×

Keppni í Skólahreysti í dag

Í dag keppa nemendur G.Í. í undankeppni Skólahreysti í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Í liði skólans eru þau Aníta Ólöf Smáradóttir, Dagný Emma Kristinsdóttir, Eyþór Freyr Árnason, Hugi Lúthersson, Patrik Duda og Svala Katrín Birkisdóttir. Liðsstjóri er Axel Sveinsson íþróttakennari, sem hefur ásamt Árna Heiðari Ívarssyni þjálfað nemendur í vetur. Keppnin er sýnd beint á RÚV kl. 14:00 og hvetjum við alla til að fylgjast með. Við óskum hópnum okkar góðs gengis og segjum ÁFRAM G.Í.

Deila