Katla og Ásrós sigruðu Samvest
Undankeppni Samfés fór fram í gær og kepptu 12 atriði um þátttökurétt í aðalkeppninni, sem fram fer í Reykjavík 24. - 26. mars n.k.
Sigurvegarar voru þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Grunnskólanum á Suðureyri og Þingeyri, en þær fluttu lagið Big Jet Plane eftir Angus og Julie Stone. í 2. sæti höfnuðu Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Rakel Damilola Adeleye og Helena Haraldsdóttir úr G.Í. með lagið Þessi reynsla, sem er frumsamið rapplag. Í 3. sæti urðu Ólöf Einarsdóttir, Hlynur Ingi Árnason, Árný Margrét Sævarsdóttir og Ísabella Rut Benediktsdóttir úr G.Í. með lagið Little Talks eftir hljómsveitina Of Monsters and Men.
Dómarar voru söngfuglarnir Dagný Hermannsdóttir, Málfríður Hjaltadóttir og Benedikt Sigurðsson. Við óskum öllum þessum flytjendum til hamingju með árangurinn og fylgjumst spennt með siguratriðinu í lokakeppninni.
Deila