VALMYND ×

Kátir dagar

Það hefur verið líf og fjör í skólanum síðustu daga. Kátum dögum lauk nú um hádegið, þegar allir nemendur og starfsfólk söfnuðust saman á Silfurtorgi ásamt mörgum bæjarbúum og sungu og dönsuðu lagið La Dolce Vita við undirleik hljómsveitar úr 10. bekk. Að því loknu marseruðu allir yfir á skólalóð og gæddu sér á grilluðum pylsum áður en þeir héldu í páskaleyfi.

Fjölmiðlahópurinn hefur verið á fullu í morgun að taka myndir og myndbönd út um allan skóla. Myndirnar eru nú allar komnar hér inn á myndasafn síðunnar og myndböndin er hægt að nálgast hér fyrir neðan, auk þess sem kominn er nýr tengill hér vinstra megin undir heitinu myndbönd.


Starfsfólk skólans þakkar nemendum fyrir frábæra daga og óskar öllum gleðilegra páska.
Skólastarf hefst að páskaleyfi loknu þriðjudaginn 10. apríl.

Dansað á Silfurtorgi

Myndband Auðar og Jóhönnu

Myndband Friðriks og Áskels

Myndband Lovísu og Arneyjar

Myndband Tryggva Leós og Kristófers Levís

Myndband Finneyjar og Bjarkar

 

Deila