Jólaleyfi
Í morgun voru litlu jólin haldin hátíðleg hjá okkur og einkenndust þau af notalegri samverustund hvers bekkjar. Nemendur og starfsfólk héldu svo heim á leið í kærkomið jólafrí eftir annasama tíma undanfarið. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 5.janúar 2021.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Meðfylgjandi er klippa sem sýnir jólastemninguna undanfarna daga og vonum við að þið njótið vel.
Deila