VALMYND ×

Jólakveðja

Í morgun voru litlu jólin haldin hátíðleg hér hjá okkur. Haldin voru þrjú jólaböll, þar sem húsrými er ekki nægilegt fyrir alla í einu og var mikil jólastemning. Rauðklæddir sveinar runnu á sönginn og tóku þátt í gleðinni með okkur. Þeir létu sér ekki nægja að stela senunni, heldur rændu þeir einnig einum nemanda, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í morgun.

Þar með hófst jólaleyfi, sem stendur allt til 5. janúar 2016, þegar skólastarf hefst aftur ásamt dægradvöl og frístund.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegrar jólahátíðar og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Deila