Jólaföndur á unglingastigi
Í morgun var hefðbundin stundaskrá brotin upp á unglingastigi og boðið upp á jólatengda stöðvavinnu. Krakkarnir völdu sér viðfangsefni s.s. þæfingu, gluggaskreytingar, piparkökugerð, kertagerð, pappírsgerð, jólakortagerð o.fl.
Krakkarnir voru ánægðir eftir lotuna, enda gott að breyta til stöku sinnum. Myndir frá þessari vinnu eru nú komnar hér inn á síðuna.