VALMYND ×

Jólaball á unglingastigi

Fimmtudaginn 16.desember býður 10.bekkur unglingastigi skólans á jólaball, sem haldið verður í salnum kl.19:30-22:30. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og verður boðið upp á rútu heim að balli loknu.

Skilyrði fyrir aðgangi að ballinu er neikvætt hraðpróf, sem verður í boði á Heilsugæslunni á miðvikudag á milli kl.13:00 og 14:00. Skráning í hraðpróf fer fram í gegnum vefsíðuna heilsuvera.is og verða foreldrar að skrá símanúmer barna sinna þannig að þau geti framvísað niðurstöðum við innganginn á ballinu.

10.bekkur hvetur alla til að mæta í fínni fötunum, þar sem hér er um spariball að ræða og minnir á að það verður sjoppa á staðnum.

Deila