Íþróttahátíðin í Bolungarvík
Föstudaginn 21. október er nemendum í 8.-10. bekk boðið á hina árlegu íþróttahátíð í Bolungarvík. Setning hátíðarinnar er klukkan 10 og mun keppni trúlega ljúka um kl. 18:40. Ekki eru lengur lið frá hverjum skóla heldur er öllum sem óska eftir að keppa, blandað í fjögur lið og fá allir að keppa í a.m.k. einni grein. Að keppni lokinni er svo ball í sal grunnskólans sem lýkur kl. 22:30.
Nemendur frá Ísafirði fara með rútum til Bolungarvíkur. Klukkan 9:30 fer rúta frá Holtahverfi sem stoppar á strætóleiðinni um Seljalandsveg. Önnur rúta fer frá skólanum kl. 9:30 og stoppar hún í Króknum og í Hnífsdal. Klukkan 19:00 er svo rúta til baka frá Bolungarvík inn á Ísafjörð og önnur eftir ballið kl. 22:40 sem fer strætóleiðina inn í Holtahverfi.
Nemendur frá GÍ hafa verið til fyrirmyndar í framkomu undanfarin ár og vonandi skemmta allir sér vel.