VALMYND ×

Íþróttahátíð í Bolungarvík á morgun

Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin fyrir unglingastigið, fimmtudaginn 21. október frá kl. 10:00 - 22:00. Nemendur mæta því ekkert í hús hjá okkur.

Keppnisgreinar eru fjölbreyttar s.s. fótbolti, körfubolti, bandý, dodgeball, skák, sund og borðtennis. Öllum nemendum skólanna er skipt í fjögur lið og þeir sem ekki skráðu sig til keppni velja sér lið til að styðja.

Ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl.18:45 og hefst ball í skólanum kl.20:00 sem stendur til kl. 22:00 og er miðaverð kr. 1.200. Tímann á milli er hægt að nota til að borða og græja sig fyrir ball.

Allir skólar fá afnot af kennslustofu sem verður læst þar sem hægt er að geyma dót og verðmæti. Þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá samlokur í nesti, en einnig verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa samlokur, drykki og annað. Miðar á ballið verðar einnig seldir í sjoppunni.

- Rúta fer frá Holtahverfi kl. 9:30 og fer strætóleið út í bæ og tekur upp nemendur á sínum biðstöðvum.

- Önnur rúta fer frá skólanum kl. 9:30, tekur upp nemendur í króknum og á biðstöð í Hnífsdal.

- Rúta fer frá Bolungarvík kl. 19:00 og að loknu balli.

- Kennarar/starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann.

Við treystum því að allir mæti með bæði góða skapið og keppnisskapið, njóti dagsins og verði sjálfum sér til sóma.

Deila