Íþróttahátíð í Bolungarvík
Á morgun, fimmtudaginn 12. október, fara allir nemendur í 8. -10. bekk á íþróttahátíð í Bolungarvík.
Nemendur fengu að skrá sig í keppnisgreinar og starfsfólk í Bolungarvík skiptir svo öllum sem mæta í fjögur lið.
Keppni er frá kl. 9:00-19:00 og svo er ball í sal skólans frá kl. 20:00-22:00.
Rútur:
Frá Holtahverfi 8:40 og fer strætóleiðina út í bæ.
Frá skólanum 8:40 og önnur stoppar í Hnífsdal.
Frá Bolungarvík 19:00, eftir keppni - önnur fer inn í fjörð.
Frá Bolungarvík 22:15, eftir ball - önnur fer inn í fjörð.
Þegar keppni er lokið er í boði að fara í sund fyrir ballið. Þeir sem eru skráðir í mat fá nesti sem verður afhent milli 11:30 og 12:30 í anddyri skólans. Frjáls mæting er í fyrsta tíma á föstudag.
Við hvetjum alla nemendur til að mæta í sínum lit (gulur, rauður, grænn eða blár) og að njóta dagsins með virðingu og jákvæðni að leiðarljósi.