VALMYND ×

Íþróttafatnaður

Allt of mikið er um að nemendur skólans vanti íþróttaföt eða handklæði þegar þeir eiga að fara í íþróttir. Starfsmenn íþróttahúsanna hafa lánað nemendum föt og handklæði en það á aðeins að vera neyðarráðstöfun. Í morgun hafa verið lánuð handklæði sem nemur þremur þvottavélum í sundhöllinni einni. Það segir sig sjálft að þetta þarf að bæta.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að skoða hvort börnin eiga að fara í sund eða leikfimi og senda viðeigandi búnað með þeim. 

Deila