Íþróttadagur hjá 5. - 10. bekk
Á morgun er íþróttadagur hjá nemendum 5. - 10. bekkjar. Nemendur mæta í skólann kl. 8:00 samkvæmt venju og fara héðan inn á Torfnes fyrir kl. 9:00 þegar dagskrá hefst þar, en 8. bekkur ætlar þó að mæta á Torfnes og hjálpa til við undirbúning. Áætlað er að dagskrá ljúki þar á milli kl. 11:30 og 12:00 og geta nemendur þá komið í mötuneytið áður en heim er haldið, en engin kennsla er eftir hádegið hjá þessum hóp. 10. bekkur hefur val um það að taka þátt í íþróttunum eða að vera hér í skólanum og undirbúa sig fyrir próf.
Ekki verður auka strætó um hádegið, en við hvetjum nemendur sem búa fjær skólanum til að koma á reiðhjólum.