VALMYND ×

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Á morgun, laugardaginn 13.apríl fer fram Íslandsmót barnaskólasveita í skák, sem ætlað er nemendum í 4. - 7. bekk. Mótið er haldið í Rimaskóla og hefst klukkan 13:00 og verða tefldar átta umferðir eftir svissneska kerfinu.

Grunnskólinn á Ísafirði á eina sveit á mótinu og er það annað árið í röð sem við tökum þátt. Í sveit skólans eru þau: Karma Halldórsson, Nirvaan Halldórsson, Svaha Halldórsdóttir, Stefan-Alexnadru Croitoru og Nicolae Razvan Croitoru. Liðsstjóri er Halldór Pálmi Bjarkason sem á allan heiður að þátttöku sveitarinnar. Við óskum okkar fólki góðs gengis.

Deila