VALMYND ×

Íslandsmet Sögu í hreystigreip

Nemendur G.Í. tóku þátt í undanriðli 4 í skólahreysti í dag. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og höfnuðu í 6.sæti af 12, með 46 stig. Fyrir hönd skólans  kepptu þau Dagný Emma Kristinsdóttir, Hilmir Freyr Norðfjörð, Kristján Hrafn Kristjánsson og Saga Björgvinsdóttir. Til vara voru þau Friðrikka Líney Sigurðardóttir og Stefán Eyjólfsson. Saga gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hreystigreip og hékk í heilar 20 mínútur, algjörlega frábær árangur hjá henni. 

Við óskum nemendum innilega til hamingju með góðan árangur, ásamt Pétri Má Sigurðssyni og Árna Heiðari Ívarssyni, þjálfurum krakkanna.

Deila