VALMYND ×

Hreyfivika UMFÍ

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. 

Grunnskólinn á Ísafirði er þátttakandi í þessu verkefni og í morgun fór 6. bekkur út í Stjórnsýsluhús og hljóp 100 ferðir samtals upp og niður tröppurnar ásamt starfsfólki hússins. Við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna með okkur og alla hvatninguna.

Deila