Holtaskóli sigraði Skólahreysti
Í kvöld fóru fram úrslit í Skólahreysti í Laugardalshöll. Tólf lið víðsvegar að af landinu kepptu sín á milli, eftir sigur í sínum riðlum, en upphaflega tóku 104 lið þátt í keppninni. Grunnskólinn á Ísafirði hafnaði í 12. sæti og stóðu krakkarnir sig með miklu sóma. Það fór svo að Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði keppnina, Síðuskóli á Akureyri hafnaði í 2. sæti og Stóru-Vogaskóli í því 3.
Deila