VALMYND ×

Hljómsveitin Celebs í heimsókn

Í dag kom hljómsveitin Celebs í heimsókn til okkar og lék tvö lög fyrir alla nemendur skólans. Hljómsveitina skipa þau Katla Vigdís, Hrafnkell Hugi og Valgeir Skorri Vernharðsbörn frá Suðureyri, en þau eru að taka þátt í undankeppni Evróvision þessa dagana. Nemendur og starfsfólk kunnu vel að meta þetta uppbrot og tóku virkan þátt i söng og dansi. Við þökkum þeim systkinum kærlega fyrir komuna!

Deila