Hjólagarður Vestra prófaður
Í dag er íþróttadagur á miðstigi og fengu nemendur að reyna sig í hinni nýju hólabraut eða pumpubraut, sem Vestri er búinn að koma upp. Helmingur nemenda spreytti sig á brautinni í þetta skiptið, á meðan hinn helmingurinn fór í golf á púttvellinum við sjúkrahúsið. Í næstu viku snýst svo dagskráin við, þannig að allir fá að reyna sig.
Hjólagarðurinn var vígður nú í september og tók 2-3 vikur að leggja brautina í sjálfboðavinnu foreldra. Þetta er góð viðbót við þá íþróttaaðstöðu sem fyrir er og virkilega skemmtileg nýjung.
Deila