VALMYND ×

Hinsegin fræðsla

Dagana 15. og 16. febrúar síðastliðinn fengu nemendur í 7. - 10. bekk hinsegin fræðslu frá Samtökunum 78. María Rut Kristinsdóttir fræddi nemendur um hvað það er að vera hinsegin, en það hugtak er regnhlífarhugtak yfir fólk með kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu sem fellur ekki að ríkjandi viðmiðum samfélagsins. María Rut náði vel til krakkanna og svaraði spurningum þeirra varðandi þessi mál.

Jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar en undir þá menntun fellur meðal annars nám um kyn og kynhneigð. Mikilvægt er að skólinn taki mið af þörfum allra barna og ungmenna á einstaklingsbundinn hátt. Á öllum skólastigum á að fara fram menntun til jafnréttis þar sem fjallað er um hina ýmsu þætti og kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar. 

Deila