Hinsegin fræðsla
Í morgun fengum við Sólveigu og Guðmundu, fulltrúa frá Samtökunum 78 í heimsókn í 8., 9. og 10. bekk. Tilgangur komunnar var að fræða nemendur um hinsegin hugtök, staðalmyndir, fordóma og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum við að gera skólaumhverfið og samfélagið hinseginvænt og opið fyrir hinsegin fólki. Farið var í gegnum helstu hinsegin hugtökin og tími gefinn fyrir nafnlausar spurningar frá nemendum og umræður um þær, enda voru nemendur mjög duglegir að spyrja hinna ýmsu spurninga um þessi mál.
Deila