Hilda María og Pétur Ernir sigurvegarar SAMVEST
Undankeppni söngkeppni Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) var haldin í Bolungarvík í gær. Sex atriði kepptu þar um að verða fulltrúar Vestfjarða/SAMVEST í landskeppninni, sem haldin verður 14. mars n.k. í Laugardalshöll í Reykjavík.
Ísfirðingarnir Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson sigruðu með lagið ,,We found love" sem söngkonan Rihanna gerði frægt, en íslenskan texta gerði Lísbet Harðardóttir. Pétur og Hilda sungu bæði, auk þess sem Pétur lék á píanó.
Í 2. sæti varð Kristín Helga Hagbarðsdóttir frá Bolungarvík og í 3. sæti urðu Erna Kristín Elíasdóttir, Emil Uni Elvarsson og Birnir Ringsted, einnig frá Bolungarvík. Dómarar voru þau Salóme Katrín Magnúsdóttir, Tuuli Rähni, Sigrún Pálmadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson.
Deila