VALMYND ×

Hertar sóttvarnarreglur

Ágætu foreldrar!
Nú er búið að boða hertar sóttvarnarreglur. Mesta breytingin sem snýr að okkur er sú að börn á grunnskólaaldri eru ekki lengur undanþegin almennum takmörkunum. Við bíðum eftir nýrri reglugerð fyrir skólana frá menntamálaráðherra og það er gert ráð fyrir að hún liggi fyrir um helgina. Í ljósi þessa gefum við okkur tíma á mánudaginn til að útfæra skólastarfið og færum starfsdaginn sem vera átti 11. nóvember fram til mánudagsins 2. nóv. þannig að það er ekki skóli hjá nemendum á mánudaginn. Það er alveg ljóst að töluverðar breytingar verða hjá okkur en nánari upplýsingar koma frá skólanum á mánudaginn. Við höfum sýnt það og sannað að þegar við stöndum saman eins og við gerðum í vor þá getum við tekist á við margskonar áskoranir.
Ég óska ykkur góðrar helgar og vona að við öll njótum hennar þrátt fyrir ástandið.

Deila