VALMYND ×

Heimsókn í Sjávarfang

1 af 3

Á dögunum fór Guðlaug Jónsdóttir, heimilisfræðikennari, með valhópa sína í 9. og 10. bekk í heimsókn til Kára Jóhannssonar fisksala í Sjávarfangi. Kári sýndi hópnum alls konar fiska eins og skötusel, steinbít, hlýra, karfa og fleiri.

Það er ótrúlegt að sjá hve miklar breytingar hafa orðið hér á Ísafirði eins og auðvitað í flestum öðrum bæjum og þorpum sem hafa haft fiskveiðar sem aðal atvinnugrein í gegnum tíðina. Þegar Kári fisksali var á sama aldri og þessir krakkar vann hann við fisk og sennilega um 90% af hans jafnöldrum. Enginn af þessum krökkum hefur unnið í fiski og aðeins ein eða tvær stúlkur hyggjast vinna við fisk í sumar. Mörg hver hafa aldrei séð fisk flakaðan, hvað þá skoðað innyflin.

Guðlaug er á því að krakkarnir hafi haft mjög gott og gaman af þessari ferð og þakkar Kára kærlega fyrir móttökurnar.

Deila