Heimsókn í Raggagarð
Vordagskráin hjá okkur er fjölbreytt og skemmtileg eins og áður og nemendur og starfsfólk úti um hvippinn og hvappinn þessa dagana. Vinabekkirnir 2. og 9. bekkur fóru í heimsókn í Raggagarð í Súðavík í morgun og léku sér saman í blíðunni. Ferðin tókst vel í alla staði og virkilega gaman að geta nýtt sér þessa frábæru aðstöðu hjá nágrönnum okkar í Súðavík.
Deila