Heimsókn í Orkubú Vestfjarða
Í morgun heimsóttu nemendur 7.bekkjar Orkubú Vestfjarða, þar sem nemendur eru að læra um orku, virkjanir og fleira. Birgir Örn Birgisson, svæðisstjóri tók á móti þeim að vanda og fengu krakkarnir að fara um alla stöðina í Mjósundi og fræðast um ýmsa þætti starfseminnar. Krakkarnir voru áhugasamir og spurðu margra spurninga og eru eflaust margs vísari eftir heimsóknina. Hópurinn vill þakka OV kærlega fyrir góðar móttökur
Deila