Heimsókn frá Píeta samtökunum
Píeta samtökin og Rótary klúbbur Ísafjarðar standa fyrir fræðslu- og kynningarfundi fyrir almenning fimmtudaginn 26. janúar kl.19:30 í sal skólans. Píeta samtökin eru samtök gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum og fræðsla um þau mál mjög þörf. Við fögnum þessu framtaki og hvetjum sem flesta til að mæta, því þessi málefni snerta okkur öll.
Deila