VALMYND ×

Heimsókn frá Ölduselsskóla

Í síðustu viku komu nemendur 10. bekkjar Ölduselsskóla í heimsókn til jafnaldra sinna hér í G.Í. ásamt fjórum kennurum. Hópurinn kom við í Reykjanesi á leið sinni vestur og naut náttúrunnar og gaf sér tíma til að taka sundsprett. Komið var til Ísafjarðar seinni part þriðjudagsins 19. sept. og fékk hópurinn gistingu í Sigurðarbúð og kann Kiwanismönnum bestu þakkir fyrir gestrisnina. Á miðvikudeginum var svo komið hingað í skólann og dvöldu krakkarnir hér fram yfir hádegið, en héldu svo yfir í Dýrafjörð þar sem sýning Gísla Súrssonar beið þeirra í Haukadal. Á fimmtudeginum  var komið við í Ósvör áður en haldið var heim á leið og áð í Heydal á leið inn Ísafjarðardjúp.

Við þökkum Ölduselsskóla kærlega fyrir komuna og vonumst til þess að geta endurgoldið þeim heimsóknina við tækifæri.

Deila