VALMYND ×

Heimsókn á Suðureyri

Undanfarna daga hafa nemendur í 1. bekk verið að læra um fiska m.a. verið að æfa sig í að lesa fræðitexta. Nemendur hafa aukið orðaforða sinn og unnið verkefni þar sem orðin hrygna, seiði, hængur, roð, hrogn, sundmagi, tálkn og hreistur koma fyrir auk þess sem þeir hafa lært nokkur algeng nöfn á fisktegundum. Hápunktur þessara þemavinnu var svo heimsókn í Súgandafjörð í dag. Þar fengu nemendum að kíkja í heimsókn í Íslandssögu og Klofning og kynna sér fiskvinnslu. Nemendur fengu að sjá hvernig fiskur er afhausaður, roðflettur og unninn í sölu pakkningar og ekkert fer til spillis. Nánast allt er nýtt, t.d. eru hausarnir og beinagarðurinn þurrkaðir og seldir til Nígeríu og afgangs fiskur er hakkaður og nýttur í fiskibollur.

Súgfirðingar eru höfðingjar heim að sækja og í lok ferðarinnar voru nemendur leystir út með ýsuflökum í soðið og harðfisk. Takk fyrir okkur!

Deila