Heimanámsstefna G.Í.
Undanfarna mánuði höfum við verið að leita eftir sjónarmiðum allra aðila sem koma að skólastarfinu um markmið og tilgang heimanáms. Hverjar eigi að vera áherslur á hverju stigi og hvaða þætti ætti helst að vinna með. Komin er niðurstaða bæði frá kennurum og foreldrum og í morgun var fundur með nemendum. Valdir voru tveir fulltrúar úr hverjum árgangi frá 5. – 10. bekk til að fjalla um heimanámið, sex stelpur og sex strákar. Umræður meðal nemenda voru málefnalegar og mjög gagnlegt er fyrir okkur að heyra sjónarmið þeirra. Þeir vilja hafa heimanám en ekki of mikið, hafa líka góðan skilning á því að ef þeir klára ekki verkin sín í skólanum þurfi þeir að gera það heima. Það sem helst veldur erfiðleikum við heimanámið er tímaskortur því margir krakkar eru óskaplega uppteknir við íþróttaæfingar eða annarskonar tómstundastarf.
Á næstu vikum mun formleg heimanámsstefna verða mótuð í skólanum á grunni þeirra upplýsinga sem liggja fyrir eftir þessa vinnu.
Deila