Haustfrí framundan
Næstu tvær vikur verða stuttar, þar sem komið er að starfsdögum og haustfríi. Þessu er slegið saman þetta árið og starfsmenn geta því nýtt þessa daga til endurmenntunar og munu fara í skólaheimsóknir til Póllands.
Miðvikudagur 18.október - starfsdagur
Fimmtudagur 19.október - starfsdagur
Föstudagur 20.október - haustfrí
Mánudagur 23.október - haustfrí
Við vonum að nemendur njóti þessara frídaga og komi endurnærðir til baka.
Deila