Haustferð 10. bekkjar til Hesteyrar
Ákveðið hefur verið að fara í haustferð 10. bekkjar á morgun, þriðjudaginn 11. september. Farið verður kl. 9:00 frá Sundahöfn og eiga nemendur að mæta eigi síðar en 8:30. Siglt verður að Sléttu, gengið þaðan til Hesteyrar og gist í tjöldum. Farangurinn verður settur í land á Hesteyri. Komið verður heim síðdegis á miðvikudag.
Deila