VALMYND ×

Hátíðleg skólaslit í Ísafjarðarkirkju

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
1 af 9

Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 148. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju, að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Forseti ávarpaði nemendur og gesti í upphafi athafnar og færði skólanum bækur að gjöf. Jón Hálfdán Pétursson, deildarstjóri unglingastigs setti athöfnina, en að því loknu tóku kynnar við, þau Hjálmar Helgi Jakobsson og Unnur Hafdís Arnþórsdóttir, nemenda í 9.bekk.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti sitt síðasta ávarp sem skólastjóri, en hún lætur nú af störfum eftir 15 ára starf. Þá fluttu systkinin Guðmundur og Sigrún Camilla Halldórsbörn ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Starfsmenn skólans stigu á stokk og sungu eitt lag og einnig buðu nokkrir útskriftarnemar upp á tónlistaratriði og fluttu lagið ,,Always look at the bright side of life".

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9. bekk: 

8. bekkur - Elsa Ragnheiður Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Patrekur Bjarni Snorrason hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Sveinfríður Sigrún Stefánsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimilisfræði hlaut Tanja Kristín Ragnarsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í smíði og hönnun hlaut Ívar Hrafn Ágústsson.

 

Stöðin Heilsurækt gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Grétar Smári Samúelsson og Tanja Kristín Ragnarsdóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Birta Kristín Ingadóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Tanja Kristín Ragnarsdóttir þau verðlaun.

 

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir góða metnað, góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Unnur Guðfinna Daníelsdóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Sigrún Camilla Halldórsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlaut Matilda Harriet Maeekalle.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Sigrún Camilla Halldórsdóttir .

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Unnur Guðfinna Daníelsdóttir.

 

Undanfarin ár hefur Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gefið gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson.  Þessi viðurkenning hefur verið veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi. Í þeim aðstæðum sem nemendur 10. bekkjar hafa þurft að glíma við í vetur var ómögulegt að velja einn eða tvo nemendur til að hljóta þessi verðlaun. Því ákvað stjórn Ísfirðingafélagsins að gefa öllum útskriftarnemum Grunnskólans gjafabréf í Ísafjarðarbíó.

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2006 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

 

 

Deila